Vinir Kópavogs bjóða fram lista í fyrsta sinn

Frá félagsfundi Vina Kópaovogs.
Frá félagsfundi Vina Kópaovogs. Kópavogsblaðið/Kolbeinn Reginsson

Félagið Vinir Kópavogs ætla að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í Kópavogsbæ sem verða í vor.

Félagið var stofnað í október síðastliðnum sem vetvangur til að ræða málefni tengd Kópavogsbæ. Félagsmenn upplifðu samráðsleysi hjá bæjaryfirvöldum við fyrirhugaðar framkvæmdir í Fannborg og Hamraborg, samkvæmt vef Kópavogsblaðsins.

Stjórn félagsins vinnur nú að því að stilla upp lista sem verður svo kynntur á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert