Búðinni hans Bjarna lokað 1. apríl

Bjarni Haraldsson kaupmaður stóð vaktina í búðinni á Króknum alveg …
Bjarni Haraldsson kaupmaður stóð vaktina í búðinni á Króknum alveg fram undir sína síðustu daga. Hann lést 17. janúar sl. á 92. aldursári. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Allt hef­ur sinn tíma. Verzl­un Har­ald­ar Júlí­us­son­ar á Sauðár­króki, sem nú hef­ur starfað í rúma öld, lýk­ur nú brátt göngu sinni. Verzl­un­inni verður lokað frá og með 31. mars nk. Fram að þeim tíma verða nær all­ar vör­ur í versl­un­inni seld­ar með 50 pró­sent af­slætti svo unnt er að gera þar góð kaup.“

Þetta til­kynna börn Bjarna Har­alds­son­ar kaup­manns; Guðrún Ingi­björg, Helga og Lár­us Ingi, á face­booksíðu versl­un­ar­inn­ar, auk starfs­manns henn­ar, hinn­ar þýsku Kir­sten, eða Kiki.

Á sama stað frá 1919

Bjarni Har­alds­son lést 17. janú­ar síðastliðinn, á 92. ald­ursári, en hann hafði starfað í versl­un­inni frá unga aldri og nán­ast fram á síðasta dag. Faðir hans, Har­ald­ur Júlí­us­son, hóf versl­un­ar­rekst­ur árið 1919 í timb­ur­húsi á sama stað við Aðal­götu og nú­ver­andi hús er, sem reist var um 1930. Þar var einnig bens­ínsala og umboð fyr­ir BP, síðar Olís, auk þess sem Bjarni stofnaði og rak eigið vöru­flutn­inga­fyr­ir­tæki um ára­bil.

Um tíma var Byggðasafn Skag­f­irðinga í sam­starfi við versl­un­ina, enda er hún merki­leg­ur minn­is­varði um horfna versl­un­ar­hætti. „Eins og kunn­ugt er á versl­un­in sér fáa líka og þar fæst nán­ast allt milli him­ins og jarðar í anda Bjarna Har. Við von­umst til að sjá ykk­ur öll,“ seg­ir enn frem­ur á síðu versl­un­ar­inn­ar.

Kiki stend­ur vakt­ina út þenn­an mánuð, frá kl. 12.30 til 17.30 mánu­daga og miðviku­daga og kl. 13-18 þriðju­daga, fimmtu­daga og föstu­daga. Systurnar Guðrún og Helga Bjarnadætur munu síðustu dagana einnig starfa í búðinni.

Kirsten, eða Kiki, stendur vaktina núna í verslun Bjarna Har, …
Kirsten, eða Kiki, stendur vaktina núna í verslun Bjarna Har, og dætur hans, Guðrún og Helga, bætast í hópinn síðustu dagana, áður en versluninni verður lokað 1. apríl. Mbl.is/Björn Jóhann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert