Krefjast 324 milljóna vegna brunans

Bruninn á Bræðraborgarstíg í júní 2020.
Bruninn á Bræðraborgarstíg í júní 2020. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnendur krefja HD verk ehf. og eiganda þess, Kristin Jón Gíslason, um bætur upp á rúmar 324 milljónir króna vegna brunans á Bræðraborgarstíg 1.

Til stefnenda teljast þeir tíu íbúar sem lifðu af brunann og aðstandendur þeirra þriggja sem létust. Kröfur þeirra eru frá fjórum milljónum og upp í tæplega 30 milljónir.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Kröfurnar snúast um það að brunavörnum hafi verið ábótavant í húsinu og eigendur þess séu ábyrgir fyrir því hversu illa fór.

Húsið „óbyggilegt frá brunatæknilegu sjónarhorni“

Í skýrslu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um brunann á Bræðraborgarstíg segir að húsið hafi verið „óbyggilegt frá brunatæknilegu sjónarhorni.“

Marek Moszcynski var dæmdur ósakhæfur þann þriðja júní síðastliðinn fyrir að hafa kveikt í húsinu og var hann látinn sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

mbl.is