Aðalsteinn yfirheyrður eftir frávísun Hæstaréttar

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni.
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur vísaði í dag máli Aðal­steins Kjart­ans­son­ar, blaðamanns Stund­ar­inn­ar, gegn embætti lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra, frá dómi. Aðalsteinn þarf því að gefa skýrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Hæstiréttur taldi Aðalstein ekki hafa heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar en í síðustu viku vísaði Landsréttur máli Aðal­steins frá héraðsdómi.

Lög­reglu­stjór­inn á Norðurlandi eystra boðaði í byrj­un árs fjóra blaðamenn, þar á meðal Aðal­stein, til skýrslu­töku í tengsl­um við rann­sókn á broti gegn friðhelgi einka­lífs­ins í tengsl­um við frétta­flutn­ing blaðamann­anna af „skæru­liðadeild Sam­herja“.

Áður en úr­sk­urður Lands­rétt­ar var kunn­gjörður hafði Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra kom­ist að þeirri niður­stöðu að skýrslu­tak­an væri ólög­mæt, þ.e. að óheim­ilt væri að fá Aðal­stein til skýrslu­töku sem sak­born­ing.

Niðurstaða Hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert