Vilhjálmur kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins

Vilhjálmur Birgisson ásamt Aðalsteini Baldurssyni, formanni Framsýnar, og Sólveigu Önnu …
Vilhjálmur Birgisson ásamt Aðalsteini Baldurssyni, formanni Framsýnar, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur verið kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands. Kosningin fór fram á þingi sam­bands­ins á Ak­ur­eyri í morgun. 

Vilhjálmur atti kappi við Þórarin G. Sverrisson, formann Öldunnar stéttarfélags.

Í ræðu sinni að loknu kjörinu talaði Vilhjálmur um mikilvægi þess að mynda sterkra og öfluga heild og þakkaði hann jafnframt kærlega fyrir sig, þar á meðal fjölskyldu sinni fyrir að styðja við bakið á sér.

Vann með 10 atkvæða mun

Alls greiddu 130 þingfulltrúar atkvæði af 135, sem er 93% kjörsókn, og hlaut Vilhjálmur 70 atkvæði en Þórarinn 60.

Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, segist aðspurður lítast frábærlega á nýja formanninn. „Hann hélt hér kraftmikla ræðu um komandi kjarasamninga og hvernig við ætlum að ganga sameinuð til þeirra verka sem fyrir okkur liggja,“ segir Flosi.

Frá kosningunni í morgun.
Frá kosningunni í morgun. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert