Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum

Maðurinn sendi stúlkunum kynferðisleg skilaboð og myndir á samfélagsmiðlinum Snapchat.
Maðurinn sendi stúlkunum kynferðisleg skilaboð og myndir á samfélagsmiðlinum Snapchat. AFP

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á sjötugsaldri fyrir kynferðisbrot gegn sjö ungum stúlkum. Meint brot voru framin í fyrra í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Í tvö skipti gerði maðurinn tilraun til að mæla sér mót við stúlkurnar í kynferðislegum tilgangi.

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun desember en þá kom fram að hann væri grunaður um að hafa sent börn­um á aldr­in­um 11 til 16 ára skila­boð af kyn­ferðis­leg­um toga.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði kom fram að hann væri grunaður í 22 málum.

Ævar Pálmi Pálma­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á kyn­ferðis­brota­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði í samtali við mbl.is í byrjun febrúar að meint­um brotaþolum, þ.e. börn­um sem talið er að maður­inn hafi brotið á, hafi fjölgað um 6-7 frá því áður og nú sé maður­inn grunaður um brot gegn 25-30 börn­um.

Auk þess fara forráðamenn stúlknanna fram á að maðurinn greiði þeim miskabætur, samtals 8,2 milljónir króna auk vaxta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert