Takmarkað gagn að fjórðu sprautu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur heimilað að gefa eldra fólki og ónæmisbældum einstaklingum annan örvunarskammt af mRNA-bóluefnum gegn Covid-19 frá Pfizer-BioNTech eða Moderna, það er fjórðu sprautuna.

Miðað er við einstaklinga 50 ára og eldri og að minnst fjórir mánuðir séu liðnir frá því að viðkomandi fékk fyrri örvunarskammt af viðurkenndu bóluefni gegn nýju kórónuveirunni.

Einnig leyfir FDA að 12 ára og eldri með vissar tegundir ónæmisbælingar fái annan örvunarskammt af Pfizer, og 18 ára og eldri sem eins er ástatt um geti fengið Moderna-örvunarskammt.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hér hafi þeim sem eru ónæmisbældir verið boðinn fjórði skammturinn af bóluefni um nokkurt skeið. Ekki hafa margir þegið hann.

„Við erum ekki að bjóða fjórða skammt til annarra þar sem ávinningurinn er lítill samkvæmt erlendum rannsóknum. Flestar Evrópuþjóðir eru með sama fyrirkomulag og við.

Von er á sérstöku ómíkron-bóluefni á næstu mánuðum og að líkindum verður beðið með frekari örvunarskammta þar til síðar,“ segir Þórólfur í skriflegu svari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »