Sætir áframhaldandi gæsluvarðhaldi

Maðurinn sendi stúlkunum kynferðisleg skilaboð og myndir á samfélagsmiðlinum Snapchat.
Maðurinn sendi stúlkunum kynferðisleg skilaboð og myndir á samfélagsmiðlinum Snapchat. AFP

Lands­rétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að fram­lengja gæslu­v­arðhald yfir karl­manni, þó ekki lengur en til 25. apríl næstkomandi, eða á meðan mál hans eru til meðferðar hjá dóm­stól­um.

Geðmat ákærða ætti að liggja fyrir í lok maí

Þann 2. mars 2022, höfðaði héraðssaksóknari sakamál á hendur manninum fyrir brot gagnvart sjö stúlkum með því að hafa viðhaft við þær kynferðislegt tal og sent sumum þeirra einnig kynferðislegar myndir og í tvö skipti gert tilraun til að mæla sér mót við þær.

Héraðssaksóknari gaf svo út aðra ákæru á hendur manninum síðastliðinn þriðjudag fyrir brot gagnvart tíu stúlkum með því að hafa viðhaft við þær kynferðislegt tal og sent sumum þeirra einnig kynferðislegar myndir og í tvö skipti gert tilraun til að mæla sér mót við þær.

Þá hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu höfðað sakamál á hendur manninum vegna sex umferðalagabrota.

Málið var þingfest þann 16. mars sl. þar sem ákærði neitaði sök. Verjandi ákærða hefur óskað eftir yfirmati á geðmati á ákærða og hafa verið dómskvaddir yfirmatsmenn til að vinna það. Er áætlað að matið liggi fyrir eigi síðar en 23. maí næstkomandi. Þá er aðalmeðferð málsins fyrirhuguð dagana 13.-16. júní nk.

Lands­rétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að fram­lengja gæslu­v­arðhald …
Lands­rétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að fram­lengja gæslu­v­arðhald yfir manninum. mbl.is/Hanna

Kröfðust niðurfellingar á úrskurðinum

Ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 9. desember 2021 og samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur er honum gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi.

Varnaraðili kærði úrskurðinn svo til Landsréttar með kæru síðastliðinn þriðjudag. Krafðist varnaraðili þess aðallega að hinn kærði úrskurður yrði felldur úr gildi en til vara að hinum ákærða yrði gert að sæta vægari úrræðum en gæsluvarðhaldi. Sóknaraðili krafðist staðfestingar hins kærða úrskurðar.

Samkvæmt úrskurði Landsréttar hefur ítrekað verið fallist á að rökstuddur grunur væri til staðar um að ákærði hefði gerst sekur um háttsemi er varðað gæti fangelsisrefsingu og því skuli hann sæta áframhaldandi gæsluvarðahaldi, þó ekki lengur en til mánudagsins 25. apríl næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert