Misskilningur kom ekki í veg fyrir trúðslæti

mbl.is/Óttar

Trúðavinkonurnar Silly Suzy og Momo kíktu við á Kakó Lingua viðburð sem haldinn var á Borgarbókasafninu í Kringlunni í dag. 

Kakó Lingua er viðburður sem miðar að því að gefa börnum tækifæri til þess að kynnast nýjum tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi.

Þátttaka er ókeypis og velkomin eru börn á öllum aldri.

Silly Suzy og Momo tala sitthvort tungumálið sem varð oft til þess að upp kom upp misskilningur hjá þeim og ruglingur. Það aftraði þeim þó ekki frá því að sýna trúðslistir sínar, fara í leiki og syngja með börnunum.

mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert