„Heldur hann að við séum öll bara einhverjir hálfvitar?“

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Alþingi í dag og fóru hörðum orðum um söluferli og lista þeirra sem keyptu hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði.

Ég get ekki orða bundist; enginn handvalinn? Þetta var opið útboð, sagði fjármálaráðherra. Þarna er ráðherra beinlínis að villa um fyrir Alþingi,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Hann vitnaði í minniblað frá Bankasýslunni þar sem sagði meðal annars að fyrirkomulag við sölu hlutarins hafi ekki verið að fullu í anda meginreglna um opið söluferli og gagnsæi.

„Þessum þvættingi eigum við bara að sitja undir“

En hingað kemur hæstvirtur fjármálaráðherra, nýbúinn að selja pabba sínum ríkiseign, nýbúinn að selja viðskiptafélögum sínum frá útrásarárunum eignir almennings, nýbúinn að selja fólki með dóma fyrir efnahagsbrot á bakinu, nýbúinn að selja sakborningi í umfangsmiklum mútubrotamáli eignir almennings, og segir okkur að svart sé hvítt og hvítt sé svart og þessum þvættingi eigum við bara að sitja undir,“ sagði Jóhann Páll og hélt áfram:

Heldur hann að við séum öll bara einhverjir hálfvitar? Eða veit hann bara að hann er vel valdaður af þingmönnum Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og auðvitað Sjálfstæðisflokksins, sem leyfa honum að komast upp með þetta?

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Hari

Þingið skipi óháða rannsóknarnefnd

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði til að þingið skipaði óháða og sjálfstæða rannsóknarnefnd til að fara yfir þess einkavæðingu í öllum smáatriðum.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu og tóku undir tillögu Þórhildar Sunnu og gagnrýndu fjármálaráðherra.

Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Orri Páll Jóhannsson VG og Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki stigu einnig allir í pontu og sögðust myndu styðja óháða rannsóknarnefnd ef ekki væri nóg að Ríkisendurskoðun færi yfir ferlið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert