Svipaður fjöldi erlendra farþega og 2016

Líflegt var í Leifsstöð í mars.
Líflegt var í Leifsstöð í mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aukið líf hefur færst í Keflavíkurflugvöll á ný eftir rólega tíð vegna heimsfaraldursins. 

Um 101 þúsund erlendir farþegar fóru frá landinu um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði samkvæmt Ferðamálastofu. 

Ríflega fjórðungur þeirra var tilkominn vegna Breta en þeir voru tæplega 28 þúsund í mars. Bretar hafa lengst af verið fjölmennastir erlendra farþega í mars eða frá því Ferðamálastofa hóf talningar árið 2002. Undantekningar frá þessu eru árin 2017, 2018 og 2019 en þá voru Bandaríkjamenn fjölmennastir.

Brottfarir Íslendinga í mars voru um 34 þúsund talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær um þrjú þúsund.

Í sögulegu samhengi er um að ræða fimmta fjölmennasta marsmánuðinn frá því mælingar hófust en brottfarir nú voru litlu færri en 2016 samkvæmt Ferðamálastofu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert