Starfsfólk fundar án Sólveigar

Sólveig Anna Jónsdóttir er ekki á fundinum sem stendur.
Sólveig Anna Jónsdóttir er ekki á fundinum sem stendur. Samsett mynd/mbl.is

Fundur starfsfólks Eflingar sem fer fram í dag er nú hafinn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður félagsins, er ekki viðstödd fundinn en ætla má að umræðuefni hans sé uppsagnir á skrifstofunni sem rötuðu í fjölmiðla í gær. Þetta herma heimildir mbl.is.

Greint var frá því í gær að tillaga Sólveigar Önnu og B-lista hennar, um að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp, hefði verið samþykkt með átta manna meirihluta. Var þetta harðlega gagnrýnt af fulltrúum minnihlutans í stjórn.

Eiga uppsagnirnar að vera hluti af breytingartillögu um umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar á skrifstofu Eflingar. 

Upp­sagn­irn­ar eiga að taka gildi um næstu mánaðamót og verða öll störf­in aug­lýst. Þá er gerð krafa um að starfs­menn vinni upp­sagn­ar­frest­inn.

Fjölmiðlafólk bíður fyrir utan skrifstofur Eflingar eftir að fundur starfsfólk …
Fjölmiðlafólk bíður fyrir utan skrifstofur Eflingar eftir að fundur starfsfólk klárist. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert