Stærsti skjálftinn síðan í nóvember

Hátt í 600 skjálftar hafa mælst frá því að hrinan …
Hátt í 600 skjálftar hafa mælst frá því að hrinan hófst í gærkvöldi. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrina hófst klukkan 21.20 í gærkvöldi á Reykjanestá með skjálfta af stærð 3,9. Það er stærsti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni en sex aðrir skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst.ti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni en sex aðrir skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Hátt í 600 skjálftar hafa mælst frá því að hrinan hófst í gærkvöldi og áfram mælist töluverð smáskjálftavirkni þótt aðeins hafi hægt á virkninni þegar leið á nóttina.

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum. Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert