Fylgjast grannt með Reykjanesskaga

Veðurstofa Íslands fylgist grant með Reykjanesskaga. Að sögn Salóme er …
Veðurstofa Íslands fylgist grant með Reykjanesskaga. Að sögn Salóme er töluverð virkni á svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dregið hefur út skjálftavirkni á Reykjanesskaga en Veðurstofa Íslands fylgist þó enn grannt með þróun mála.

Eins og mbl.is hefur greint frá skalf jörð á Reykjanesskaga í gærmorgun, þrír skjálftar mældust yfir þrjá að stærð og var sá stærsti upp á 3,5.

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að ekki sé hægt að segja til um kvikusöfnun á svæðinu en að áfram verði vel fylgst með svæðinu.

Eigið þið von á áframhaldandi skjálftavirkni þarna næstu daga?

„Það er erfitt að segja með næstu daga, það getur verið að þetta fjari út í bili. Það er þó alveg klárt að Reykjanesið er töluvert virkt hvað varðar skjálfta og jarðvirkni almennt síðasta misseri.

Það má því alveg búast við að það taki sig upp einhver skjálftavirkni, hvort sem að það er akkúrat á þessu svæði eða aðeins austar eða hvar það er, þá er það alveg klárt að við erum að sjá skjálftavirkni á Reykjanesskaganum,“ segir Salóme.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert