Fangi slapp úr gæsluvarðhaldi

Gabríel Douane Boama er tvítugur.
Gabríel Douane Boama er tvítugur. Ljósmynd/Lögreglan

Fangi í gæsluvarðhaldi slapp frá lögreglu í dag er átti að flytja hann úr héraðsdómi Reykjavíkur.

Rúv greindi fyrst frá málinu og segir þar að maðurinn sé enn á flótta. Búið sé að lýsa eftir manninum innan lögreglunnar. 

Uppfært 10:57:

Í tilkynningu á Facebook greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því að fanginn heiti Gabríel Douane Boama og er tvítugur. 

Hann strauk úr héraðsdómi um sjöleytið er mál hans var til meðferðar. 

„Gabríel er 192 cm á hæð, með brún augu og um 85 kg að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niðurkominn er vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.“

Þá er Gabríel hvattur til að gefa sig strax fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert