Ísland styður inngöngu Finna í NATO

Þórdís Kolbrún.
Þórdís Kolbrún. Ljósmynd/ Utanríkisráðuneyti Finnlands

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að Ísland muni styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu (NATO), ákveði stjórnvöld þar í landi að sækja um.

„Ef Finnland sækir um aðild að Atlantshafsbandalaginu mun Ísland styðja þá umsókn. Af orðfæri Rússlandsforseta má ráða að honum væri það ekki að skapi ef Finnar tækju ákvörðun um að óska eftir aðild að bandalaginu. Mín skoðun er sú að það komi honum í raun ekki við hvað Finnland gerir í þessum efnum, enda stendur Rússlandi alls engin ógn af Atlantshafsbandalaginu, hvort sem Finnland er aðili eða ekki,“ segir Þórdís í samtali við Morgunblaðið.

Ráðamenn í Kreml hafa hótað hörðum viðbrögðum sækist Finnland og Svíþjóð eftir aðild að NATO. Sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, í facebookfærslu um helgina að ríkisstjórnir landanna tveggja óttuðust þau svo mjög að þau gætu hætt við aðildarumsókn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert