Fær átta ára fangelsi fyrir skotárás á Egilsstöðum

Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Karlmaðurinn sem var skot­inn af lög­reglu á Eg­ils­stöðum í ág­úst og ákærður fyr­ir að hafa skotið af byssu sinni nokkr­um sinn­um, meðal annars inni í húsi fyrr­ver­andi manns sam­býl­is­konu sinn­ar, var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í dag.

Ríkisútvarpið greinir frá.

Í frétt RÚV segir að maðurinn, sem heitir Árnmar Jóhannes Guðmundsson, hafi verið sakfelldur fyrir alla ákæruliði.

Líkt og mbl.is hef­ur greint frá var Árnmar ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps, hús­brot, eign­ar­spjöll og vopna­laga­brot, hót­un, brot gegn barna­vernd­ar­lög­um, brot gegn vald­stjórn og hættu­brot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert