Segir aðgerðir sérsveitarinnar óásættanlegar

Logi Pedro Stefánsson
Logi Pedro Stefánsson Ljósmynd/Aðsend

Logi Pedro Stefánsson segir aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra í dag vera óásættanlegar og vísar þá til þess að sérsveitin stöðvaði strætisvagn vegna gruns um að Gabrí­el Doua­ne Boama, sem strauk úr gæslu­v­arðhaldi í gær, væri um borð í vagn­in­um.

„Það er óásættanleg sturlun að vopnuð sérsveit fari í aðgerðir og fjarlægi 16 ára barn, einungis af því að það er með sömu klippingu og eftirlýstur einstaklingur,“ segir Logi í færslu á Facebook.  

Þá segir hann að aðferðir lögreglu í málinu til að lýsa eftir Gabríel á samfélagsmiðlum sé „gjörsamlega brotin“.

og greinilegt að hún getur sett fullt af Íslendingum með erlendan bakgrunn í hættulegar aðstæður. Þetta fáránlega atvik kallar á skýrar verklagsbreytingar, afsökunarbeiðni frá lögreglunni og viðbrögð frá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina