Segir Sólveigu hunsa ósk um félagsfund

Agnieszka Ewa Ziól­kowska, varaformaður Efl­ing­ar.
Agnieszka Ewa Ziól­kowska, varaformaður Efl­ing­ar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Agnieszka Ewa Ziól­kowska, varaformaður Efl­ing­ar, segir í færslu á Facebook að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi kosið að hunsa ósk félagsmanna um félagsfund næsta föstudag.

Hátt í 500 fé­lags­menn Eflingar skiluðu inn und­ir­skrift­um til fé­lags­ins til að knýja fram fé­lags­fund. 

Sólveig Anna hefur boðað til stjórnarfundar á sunnudaginn til þess að ákveða dagsetningu fyrir félagsfundinn að sögn Agnieszku. 

Þegar litið er til þess að síðastliðna mánuði hefur Sólveig Anna farið mikinn í fjölmiðlum og verið tíðrætt um lýðræði, þá verður þetta að teljast ámælisvert, að fara ekki að vilja félagsmanna eða eftir lögum félagsins. Hér sýnir hún enn og aftur einræðistilburði.

Þá segist Agnieszka fordæmi framferði Sólveigar í þessu máli og krefst þess að hún haldi félagsfundinn á föstudaginn.

 

 

mbl.is