Sérsveitin hafi ekki komið inn með látum

Guðmundur segir atvikið hafa átt sér stað um klukkan hálf …
Guðmundur segir atvikið hafa átt sér stað um klukkan hálf tvö í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Hann lýsir þessu þannig að vagninn er stoppaður og að nokkrir sérsveitarmenn fara inn. Svo snúa þeir við eftir smástund og vagninn heldur áfram að keyra. Hann lýsir þessu þannig að það voru engin læti.“

Þetta segir Guðmund­ur Heiðar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó, að sé upplifun vagnstjórans sem keyrði strætisvagninn sem sérsveit ríkislögreglustjóra stöðvaði vegna gruns um að Gabrí­el Doua­ne Boama, sem strauk úr gæsluvarðhaldi í gær, væri um borð.

Guðmundur ræddi við vagnstjórann eftir atvikið í dag.

Guðmundur segir að vagnstjórinn hafi ekki upplifað ótta og hafi honum fundist lögreglan hafa staðið fagmannlega að verki.

mbl.is