Hafði aftur afskipti af sama dreng

Lögreglan hafði aftur samskipti af sama dreng í leit að …
Lögreglan hafði aftur samskipti af sama dreng í leit að eftirlýstum manni, að því er fram kemur í færslu móður drengsins á Facebook. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag. Þessu greinir móðir drengsins frá í færslu á Facebook.

Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir við mbl.is að þetta hafi gerst og harmar atvikið en getur ekki tjáð sig nánar á þessu stigi málsins. 

Móðirin hafi kallað eftir afsökunarbeiðni

Móðir drengsins hefur kallað eftir opinberri afsökunarbeiðni frá lögreglunni, að því er Sema Erla aðgerðarsinni staðhæfði tísti í gærkvöldi. 

Hafði lögregla aftur afskipti af drengnum morgun, rétt daginn eftir að embætti ríkislögreglustjóra átti fund með honum og móður hans. 

Sérsveit ríkislögreglustjóra stöðvaði strætisvagn í gær vegna tilkynningar um að Gabríel væri um borð í honum en í ljós kom að um annan dreng var að ræða. Átti ríkislögreglustjóri í framhaldinu fund með drengnum og móður hans og lagði embættið áherslu í framhaldinu á að það muni taka samtal við samfélagið um fordóma.

Þá sagði Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, við mbl.is í gær að sérsveitin hafi ekki komið inn með látum en engu að síður fór í framhaldinu af stað heit umræða um málið. 

mbl.is