Eins og greint hefur verið frá í dag og í gær hafði lögregla afskipti af sama unglingspilti tvisvar á innan við sólarhring við leit sína á strokufanganum sem slapp úr gæsluvarðhaldi. Umræða um afskipti lögreglu hefur farið hátt í samfélaginu og ekki síst á samfélagsmiðlinum Twitter.
Margir hafa fordæmt afskipti lögreglunnar á Twitter og sumir kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir að svona mistök endurtaki sig.
Sumir hafa nýtt tækifærið til að gera grín að vinnubrögðum lögreglu.