„Bjarni burt“ hrópað við Ráðherrabústaðinn

mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkrir mótmælendur voru samankomnir fyrir framan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem ríkistjórnarfundur fer fram. Fólkið er meðal annars með skilti sem á stendur að það vilji spillinguna út og mannúðina inn.

Þá hrópa þeir að þeir vilji Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra burt. Bankasalan sé kornið sem fyllti mælinn.

Lögreglan hafði afskipti af þessum manni á vettvangi.
Lögreglan hafði afskipti af þessum manni á vettvangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Bjarni burt," er meðal þess sem hrópað er í gjallarhornið. „Bjarna á Hraunið“ heyrist einnig kallað. 

Lögreglan ræddi við mótmælendur sem segjast vera með friðsæl mótmæli, en lögreglumönnum hefur fjölgað frá því fólkið kom að ráðherrabústaðnum.

Fjórir lögreglumenn eru nú við mótmælin, og það fjölgar einnig í hópi mótmælenda.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Sólrún
mbl.is/Sólrún
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert