Strokufanginn birti mynd á Instagram

Gabríel Douane Boama er tvítugur.
Gabríel Douane Boama er tvítugur. Ljósmynd/Lögreglan

Gabríel Doua­ne Boama, karl­maður­inn sem slapp úr gæslu­v­arðhaldi á þriðjudag og lög­regl­an hefur leitað síðan, birti mynd af sér á Instagram seint í gærkvöldi.

Gabríel, sem er tvítugur, strauk úr Héraðsdómi Reykja­vík­ur á þriðjudag þegar mál hans var þar til meðferðar.

Í tilkynningu frá lögreglu í gær kom fram að fjölmargar ábendingar hafi borist vegna leitarinnar að Gabríel, sem er tal­inn vara­sam­ur eins og fram hef­ur komið, og grennsl­ast hafi verið fyr­ir um hann víða, en án ár­ang­urs til þessa.

mbl.is