Strokufanginn fundinn

mbl.is/Eggert

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar í gærkvöldi og nótt þar sem húsleitir voru gerðar og ökutæki stöðvuð leiddu til þess að strokufanginn sem lýst hefur verið eftir var handtekinn undir morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir enn fremur að fimm önnur hafi verið handtekin í aðgerðum lögreglu sem rannsakar hvort fanganum, Gabrí­el Doua­ne Boama, hafi verið veitt aðstoð við að losna undan handtöku. Þau eru einnig í fangageymslu lögreglu.

mbl.is