Alla vega 845 eru komin frá Úkraínu

Frá mótmælum við rússneska sendiráðið vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Frá mótmælum við rússneska sendiráðið vegna innrásar Rússa í Úkraínu. mbl.is/Óttar Geirsson

1.292 einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi sem af er árinu. 

Þar af eru 845 með tengsl við Úkraínu samkvæmt stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Fleira fólk frá Úkraínu gæti hafa komið hingað til lands án þess að sækja formlega um vernd. 

260 einstaklingar með tengsl við Venesúela hafa komið til landsins og sótt um alþjóðlega vernd á árinu. 

Alls skiptust umsækjendur á 33 mismunandi ríkisföng. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert