Beiðni Þóru hafnað

Þóra Arnórsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir. Ómar Óskarsson

Kröfu Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks um vanhæfi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra til að fara með rannsókn á meintum brotum hennar gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra var hafnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag kemur fram á vef RÚV.

Þóra sagði Eyþór Þorbergsson saksóknara hjá lögreglunni ekki hæfan vegna umæla hans í viðtali á Vísi og í greinargerð til héraðsdóms í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns Stundarinnar. 

Auk Þóru voru þrír blaðamenn með stöðu sakbornings í málinu um meint brot á friðhelgi einkalífs, þeir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður Kjarnans og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina