Ríkisstjórnin myndi falla

Útlitið er svart fyrir ríkisstjórnina, miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Útlitið er svart fyrir ríkisstjórnina, miðað við niðurstöður könnunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin myndi falla ef gengið yrði til kosninga í dag, ef mark er tekið á nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Í henni mælast stjórnarflokkarnir samanlagt með 39,9 prósenta fylgju og fengju 26 menn kjörna á þing. Myndi ríkisstjórnina því skorta sex þingmenn upp á að mynda ríkisstjórn.

Sem stendur hefur ríkisstjórnin 38 manna meirihluta. 

Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi, samkvæmt könnuninni. Hann mælist nú með 17,9% fylgi sem er litlu meira en Samfylkingin mælist með annars vegar og Píratar hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 24,4% atkvæða í kosningunum síðasta haust en fylgi Samfylkingarinnar og Pírata var þá undir 10 prósentum. 

Þá hefur fylgi Framsóknarflokksins dalað og er nú fimm prósentum lægra en í kosningunum eða 12,4 %. 

Vinstri græn tapa þriggja prósenta fylgi og mælast nú með 9,6 prósenta fylgi.

Um 1750 manns svöruðu könnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert