Samkomulag um fyrsta hreina Borgarlínuhverfið

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Davíð Þorláksson, framkvæmdarstjóri Betri Samgangna, …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Davíð Þorláksson, framkvæmdarstjóri Betri Samgangna, undirrituðu viljayfirlýsinguna í dag. Ljósmynd/Aðsend

Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að flýta uppbyggingu tveggja Borgarlínuleiða og hefja uppbyggingu Keldnalands og Keldnaholts með það að stafni að gera byggðina að fyrsta hreina Borgarlínu hverfinu í sögu Reykjavíkurborgar.  

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér í dag um málið. 

Borgarlínan forsenda 

Í tilkynningunni kemur fram að forsenda uppbyggingar á svæði Keldnalands og Keldnaholts sé að Borgarlínan tengi svæðið áður en að íbúar flytji inn. Borgalínuleiðirnar tvær sem hefur verið samþykkt að flýta eru annars vegar frá Krossmýrartorgi að Keldnaholti og hins vegar frá Vogabyggð í Efra Breiðholti.  

Einnig er tekið fram að það sé ófrávíkjanleg forsenda fyrir samkomulaginu að þær framkvæmdir sem nú er verið að undirbúa í fyrsta áfanga Borgarlínu seinki ekki og að þær verði í forgangi. 

Efnt til samkeppni

Samkvæmt viljayfirlýsingunni verður efnt til samkeppnar um þróun Keldnalands og Keldnaholts. Í því felst að óskað verði eftir aðkomu Arkitektafélags Íslands og Félags íslenskra landslagsarkitekta að samkeppni um rammaskipulag reitanna. Kemur fram í fréttatilkynningunni að mikil áhersla er lögð á skipulag samgangna í tillögunni.  

Miðað er við að niðurstöður úr samkeppninni muni liggja fyrir í desember á þessu ári.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert