HAF vítamín valið fyrirtæki ársins

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigurður Einarsson, Ási Benjamínsson, …
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigurður Einarsson, Ási Benjamínsson, Magnús Már Gunnlaugsson, Dagur Steinn Sveinbjörnsson, Jón Jökull Sigurjónsson og Rúnar Ingi Eysteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

HAF vítamín var valið fyrirtæki ársins á uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla sem haldin var í höfuðstöðvum Arion banka á föstudaginn.

Voru 35 fyrirtæki frá 14 framhaldsskólum valin úr hópi 124 fyrirtækja til að taka þátt í úrslitunum.

HAF vítamín var stofnað af sex nemendum við Menntaskólann við Sund. Nemendurnir eru þeir Sigurður Einarsson, Ási Benjamínsson, Magnús Már Gunnlaugsson, Dagur Steinn Sveinbjörnsson, Jón Jökull Sigurjónsson og Rúnar Ingi Eysteinsson.

Mun fyrirtækið keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla sem fram fer í Tallin í Eistlandi, dagana 12.-14. júlí.

Allir vinningshafar Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland ásamt Halldóri …
Allir vinningshafar Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni, kennurum og framkvæmdastjóra Ungra frumkvöðla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftirfarandi fyrirtæki hlutu verðlaun:

  • Fyrirtæki ársins 2022: HAF vítamín, Menntaskólinn við Sund
  • Fyrirtæki ársins, 2. Sæti: DOZE, Verslunarskóli Íslands
  • Fyrirtæki ársins, 3. Sæti: Pósters, Verslunarskóli Íslands
  • Mesta nýsköpunin: Zomnium, Verslunarskóli Íslands
  • Besta fjármálalausnin: Strokkur, Fjölbrautaskólinn við Ármúla
  • Besti Sjó-Bissnessinn: Lóna, Verslunarskóli Íslands
  • Samfélagsleg nýsköpun: Yfir fjallið, Borgarholtsskóli
  • Besta hönnunin: Lesspenna, Menntaskólinn við Hamrahlíð
  • Besta tæknilausnin: Flutningstorg, Verslunarskóli Íslands
  • Umhverfisvænasta lausnin: Rás, Verslunarskóli Íslands
  • Besta matvælafyrirtækið: MAKAJ, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
  • Besta „deililausnin“: Fataport, Verslunarskóli Íslands
  • Fallegasti sölubásinn: Esja skart, Verslunarskóli Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert