Söguleg MORFÍs-úrslit

Lið MR vann Morfís í ár.
Lið MR vann Morfís í ár. mbl.is/Árni Sæberg

Úrslitakeppni MORFÍs, ræðukeppni framhaldsskólanna, lauk nú fyrir stundu, en þar mættust Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri. Keppnin þótti söguleg, þar sem einungis munaði 15 stigum á liðunum. 

Þetta var í fyrsta sinn sem þessir tveir menntaskólar mættust í úrslitum Morfís, en hún hefur verið haldin á hverju ári frá árinu 1984. Úrslitin fóru fram í Háskólabíói og var fjölmenni frá báðum skólum í salnum.

Rafn Ágúst Ragnarsson var ræðumaður kvöldsins, en hann sést hér …
Rafn Ágúst Ragnarsson var ræðumaður kvöldsins, en hann sést hér í pontu. mbl.is/Árni Sæberg

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum, þrátt fyrir að hann fengi færri stig en Menntaskólinn á Akureyri, þar sem þrír dómarar af fimm töldu að MR hefði staðið sig betur en MA í keppninni. 

Ræðumaður kvöldsins var Rafn Ágúst Ragnarsson í Menntaskólanum í Reykjavík. Fékk hann flest stig sem gefin hafa verið í sögu keppninnar, en hann fylgir í fótspor margra þjóðþekktra manna, sem hafa orðið ræðumenn kvöldsins í úrslitum keppninna.  

MR-ingar eru hér vinstra megin í salnum, en lið Menntaskólans …
MR-ingar eru hér vinstra megin í salnum, en lið Menntaskólans á Akureyri til hægri. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina