Vinir Kópavogs bjóða sig fram

Framboðið lýsir sér sem hreyfingu fólks sem hefur fengið sig …
Framboðið lýsir sér sem hreyfingu fólks sem hefur fengið sig fullsatt af skipulagsmálum og virðingarleysi í samskipum við íbúa. F.v: Fríða Garðarsdóttir, Helga Jónsdóttir, oddviti listans,Sigurborg Arnarsdóttir og Berglind Aðalsteinsdóttir. Ljósmynd/ Vinir Kópavogs

Vinir Kópavogs er nýtt framboð sprottið upp úr grasrótarsamtökum íbúa með sama nafni. Í tilkynningu frá framboðinu er því lýst sem „hreyfingu fólks sem hefur fengið sig fullsatt af skipulagsmálum í Kópavogi og virðingarleysi bæjaryfirvalda í samskiptum við íbúa.“

Kosningamiðstöð Vina Kópavogs opnaði í Hamraborg í dag klukkan þrjú. 

Kosningamiðstöð Vina Kópavogs opnaði í dag.
Kosningamiðstöð Vina Kópavogs opnaði í dag. Ljósmynd/ Vinir Kópavogs

Þjónusta hafi ekki fylgt uppbyggingu

Á þéttingarreitum hefur þjónusta ekki fylgt nýrri uppbyggingu og Kópavogsbær hefur ekki sýnt íbúum sínum þá virðingu að eiga við þá samráð. Hann hefur heldur ekki upplýst hvernig leysa eigi samgöngur fyrir bíla, hjól og gangandi í nýjum þéttingarhverfum – hvað þá að lega Borgarlínu sé leyst. Í skipulagsmálum skortir einfaldlega alla framtíðarsýn. Vinir Kópavogs munu á fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir kosningar leggja til að nýtt aðalskipulag Kópavogs verði endurskoðað frá grunni í virku samráði við íbúa.“

Framboðið bendir á að íbúum bæjarfélagsins hafi fjölgað um átta þúsund íbúa síðastliðinn áratug. „Nýverið kynnti bæjarstjóri að 5.600 íbúðir muni koma á markað á næstu tveimur áratugum og íbúum muni á sama tíma fjölga um 15 þúsund, nær því sama fjölda og býr í nágrannasveitarfélaginu Garðabæ.

Fjárfestar hafi farið með skipulagsvaldið

Vinir Kópavogs telja Kópavogsbæ hafa eftirlátið fjárfestum skipulagsgerð frá grunni og að land sem fjárfestar fái undir íbúðir verði ekki til almannanota. 

Helga Jónsdottir er oddviti framboðsins, í öðru sæti er Kolbeinn Reginsson, Thelma Bergmann Árnadóttir í því þriðja og Þórarinn Ævarsson í því fjórða. Fimmta sæti skipar Helga Þórólfsdóttir og Óskar Hákonarson vermir hið sjötta. 

Vinir Kópavogs telja næjaryfirvöld hafa eftirlátið fjárfestum skipulagsvald sveitarfélagsins.
Vinir Kópavogs telja næjaryfirvöld hafa eftirlátið fjárfestum skipulagsvald sveitarfélagsins. Ljósmynd/ Vinir Kópavogs

Íbúar hafi kært áform í Hamraborg til úrskurðarnefndar

„Hryggðarmyndirnar blasa við: Í miðbænum í Hamraborg er gert ráð fyrir að rífa fjölda mannvirkja og reisa þétta byggð háhýsa. sprengingar verða við húsveggi íbúa og framkvæmdir standa í mörg ár. Á framkvæmdatíma er ekki gert ráð fyrir aðgengi fatlaðra að svæði sem sérstaklega er ætlað öldruðum og hreyfihömluðum. íbúar hafa kært til úrskurðarnefndar, sem vonandi losar þá úr greipum ótta og öryggisleysis sem framkvæmdaáform fjárfestanna valda,“ er haft eftir Helgu í tilkynningu frá framboðinu. 

Vinir Kópavogs er nýtt framboð sprottið upp úr grasrótarsamtökum íbúa …
Vinir Kópavogs er nýtt framboð sprottið upp úr grasrótarsamtökum íbúa með sama nafni Ljósmynd/ Vinir Kópavogs
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert