Ekki mætt á borgarstjórnarfundi í tvo og hálfan mánuð

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur ekki verið viðstödd borgarstjórnarfundi frá því 15. febrúar. 

Þetta má sjá ef fundargerðir borgarstjórnar eru skoðaðar. Vísir greinir frá, en í samtali við miðilinn kveðst Hildur einfaldlega hafa verið með fangið fullt við að sinna framboðinu sem hún leiðir, en hún skipar fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Hún tekur þó fram að varamaður hafi verið kvaddur inn í hennar stað.

Hildur, sem situr í ýmsum ráðum og nefndum á vegum borgarinnar, hefur einnig látið sig vanta á fundi skóla- og frístundaráðs frá því í lok febrúar, fyrir utan einn sem hún sat í gegnum fjarfundarbúnað. Þá hefur hún mætt á fundi borgarráðs í gegnum fjarfundarbúnað.

Fylgið undir 20 prósentum

Laun Hildar sem borgarfulltrúa nema ríflega 1,4 milljónum króna á mánuði. Þar af eru 223 þúsund sem fást fyrir setu í borgarráði og 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík er komið niður fyr­ir 20 pró­sent, sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar sem Pró­sent fram­kvæmdi fyr­ir Frétta­blaðið í lok apríl.

Verði úr­slit sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna 14. maí á þá leið tap­ar flokk­ur­inn þrem­ur borg­ar­full­trú­um og fengi fimm kjörna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert