Flugvél snúið við eftir að farþegi lét ófriðlega

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert

Flugvél Air Baltic á leið til Riga, höfuðborgar Lettlands, var snúið við eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli í gær og lenti þar á fimmta tímanum.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var vélinni snúið við vegna farþega sem lét ófriðlega og ógnaði öryggi um borð.

Farþeginn var handtekinn við komuna aftur til Keflavíkur en er ekki lengur í haldi lögreglunnar.

Lögreglan segir málið hafa farið vel á endanum en atvik sem þessi komi upp endrum og sinnum.

mbl.is