Ræstitækni fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsbankinn hefur veitt Ræstitækni ehf. sjálfbærnimerki Landsbankans fyrir Svansvottun á vöru og þjónustu. Sjálfbærnimerkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn eða félagsleg verkefni.

Í fyrra voru verðlaunin veitt í fyrsta skiptið þegar Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. varð fyrsta fyrirtækið til þess að hljóta viðurkenninguna.

Þegar fyrirtæki sækir um lán hjá Landsbankanum getur það óskað eftir því að fá sjálfbærnimerki bankans. Til að hljóta merkið þarf verkefnið sem verið er að fjármagna að uppfylla skilyrði um sjálfbærni. Dæmi um sjálfbær verkefni eru til að mynda orkuskipti i samgöngum, endurnýjanleg raforkuframleiðsla, sjálfbærnivottaðar fiskveiðar, vistvænar byggingar og verkefni sem stuðla að félagslegri uppbyggingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert