Ákærði læknirinn starfar hjá HSN á Húsavík

Heilbrigðisstofnun Norðurlands er staðsett á Húsavík.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands er staðsett á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Læknir sem ákærður er fyrir ofbeldi gegn konu sinni og börnum starfar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Húsavík. Ákæra á hendur honum var gefin út af lögreglustjóranum á Vestfjörðum og er manninum gefið að sök að hafa yfir sjö ára tímabil beitt eiginkonu sína ofbeldi og hótunum.

Sömuleiðis er hann ákærður fyr­ir lík­am­legt og and­legt of­beldi gegn þrem­ur dætr­um þeirra yfir sama tíma­bil.

Spurður hvort viðkomandi læknir starfi hjá HSN segir Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá HSN: 

„Hann er að vinna á Húsavík.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert