Tæplega 1.000 manns hingað frá Úkraínu

Börn á flótta frá Úkraínu.
Börn á flótta frá Úkraínu. AFP

913 einstaklingar með tengsl við Úkraínu hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, þar af 63 á síðastliðinni viku. Alls hefur 1.391 einstaklingur sótt um vernd hérlendis það sem af er ári og eru Úkraínumenn því í miklum meirihluta hvað umsóknir varðar. 

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra.

Næstflestir eru einstaklingar með tengsl við Venesúela. Þeir eru 274 talsins. 

Alls hafa einstaklingar frá 36 löndum sótt um alþjóðlega vernd hér á landi á árinu.

Úr 180.000 flóttamönnum á dag í 30.000

Samkvæmt skýrslunni hefur fjöldi fólks á flótta frá Úkraínu til landa Evrópusambandsins dregist saman á síðustu vikum.

„Fyrstu tíu dagana eftir að átökin í Úkraínu hófust var fjöldinn 180.000 manns á dag sem síðan fækkaði niður í að meðaltali 50.000 manns á dag. Undanfarnar tvær vikur hefur sá fjöldi minnkað niður í um 30.000 manns að meðaltali á dag,“ segir í skýrslunni. 

29.000 manns sneru aftur

3. maí síðastliðinn sneru um 29.000 manns aftur til Úkraínu frá löndum innan Evrópu, þar af 26.000 úkraínskir ríkisborgarar. 

„Frá upphafi átakanna í Úkraínu til 26.04.2022 hafa 242.705 ríkisborgarar Rússlands farið yfir til EU landa og að stærstum hluta til Finnlands og Eistlands eða 154.756 manns,“ segir í skýrslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert