Allt að seljast upp

Annasamt gæti orðið í ferðaþjónustunni á Íslandi í sumar.
Annasamt gæti orðið í ferðaþjónustunni á Íslandi í sumar. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Það er allt að verða fullbókað. Gisting á mörgum svæðum er alveg búin í júní, júlí og ágúst og það er verulegur skortur á bílaleigubílum frá því í maí og fram til ágústloka,“ segir Unnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar GoNorth.

Útlit er fyrir mikið annríki í ferðaþjónustunni í sumar. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir að víðast hvar sé orðið meira og minna uppselt þar á bæ yfir háönnina í sumar. „Það getur orðið erfitt að finna hótelherbergi í júlí og ágúst, alveg sama hvar þú berð niður á landinu,“ segir hann „Heilt yfir landið er vel bókað alls staðar þar sem við erum í rekstri,“ segir Hildur Ómarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Icelandairhótela,

Unnur hjá GoNorth segir að ferðamenn frá Norður-Evrópu verði áberandi hér í sumar. Þeir horfi til þess að Ísland sé öruggt og heilbrigðiskerfið sterkt út frá Covid-sjónarmiðum. „Þessir ferðamenn sem við fáum eru góðir. Þeir stoppa lengi, þeir borða vel og drekka vín á veitingastöðum. Það verður mikið álag á ferðaþjónustuna í sumar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert