3,3 stiga jarðskjálfti undir Kleifarvatni

Hverir suður af Kleifarvatni.
Hverir suður af Kleifarvatni. mbl.is/Rax

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 varð undir Kleifarvatni klukkan 10.46 í morgun. Skjálftinn fannst víða um höfuðborgarsvæðið.

Að sögn Lovísu Mjallar Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, átti skjálftinn upptök sín norðvestamegin í vatninu á sjö kílómetra dýpi.

Fjöldi skjálfta hefur mælst í Kleifarvatni undanfarna daga. Á fimmtudaginn varð sá stærsti í þessari hrinu, eða 3,4 stig.

Alls hafa um 70 jarðskjálftar mælst við Kleifarvatn frá miðnætti.  Í kringum Grindavík og Fagradalsfjall hafa mælst um 60 skjálftar.

Að sögn Lovísu Mjallar hefur enginn órói mælst, heldur eingöngu skjálftavirkin og er vel fylgst með henni á Veðurstofunni. Engin merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert