Hefur sinnt sjúklingum í neyðartilvikum

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Læknir sem er grunaður um að hafa valdið ótímabæru andláti níu sjúklinga hefur í neyðartilvikum verið látinn sinna sjúklingum á Landspítalanum þrátt fyrir yfirlýsingar spítalans um að það yrði ekki gert.

RÚV greinir frá þessu og nefnir að fréttastofunni hafi borist ábending frá sjúklingi um að læknirinn hefði sinnt sér og útskrifað af bráðalyflækningadeild spítalans.

Fram kom í yfirlýsingu frá spítalanum í desember að læknirinn myndi ekki sinna samskiptum við sjúklinga þar til skýrari mynd fengist af málinu sem væri til rannsóknar.

Upplýsingafulltrúi Landspítalans segir að af og til hafi komið upp á spítalanum neyðartilfelli sökum manneklu og undirmönnunar. Þar hafi læknirinn sinnt sjúklingum en verið undir handleiðslu annars læknis.

Aðallega hafi umræddur læknir þó starfað við að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra á bráðalyflækningadeild og Covid-göngudeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert