Enn í gæsluvarðhaldi eftir hnífstunguárás

Tveir menn voru handteknir, annar þeirra er búinn að vera …
Tveir menn voru handteknir, annar þeirra er búinn að vera í gæsluvarðhaldi frá 16. apríl. mbl.is/Ari

Maðurinn sem handtekinn var eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur þann fimmtánda apríl, er enn í gæsluvarðhaldi. 

Rannsókn gengur ágætlega að sögn Margeirs Margeirssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar. Hann kveðst þó ekki geta tjáð sig nánar um einstaka þætti málsins sem er enn á rannsóknarstigi. 

Tveir karl­menn voru hand­tekn­ir vegna hnífstunguárásar, en þeir eru grunaðir um að hafa stungið mann með eggvopni fyr­ir utan skemmti­staðinn Prikið. Sá sem ráðist var á hlaut lífs­hættu­lega áverka og var flutt­ur með hraði á sjúkra­hús þar sem hann gekkst undir aðgerð. 

Farið var fram á þriggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum manninum þann 16. apríl, en það var svo framlengt. 

Árás­ar­menn og fórn­ar­lamb eru karl­menn í kring­um tví­tugt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert