Bann við blýhöglum tekur gildi í febrúar

Skotvís segir lítið skotið við votlendi hér. Mest sé veitt …
Skotvís segir lítið skotið við votlendi hér. Mest sé veitt á túnum, heiðum og á sjó. mbl.is/Ingó

Notkun blýhagla verður bönnuð hér á landi frá 15. febrúar 2023 líkt og annars staðar í löndum Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu var reglugerð (ESB) 2021/57 innleidd hér með reglugerð 1340/2021 sem var sett 15. nóvember sl.

„Við fréttum að utan að þetta stæði til en höfðum ekki hugmynd um að búið væri að innleiða þetta hér. Ég furða mig á því að þessi breyting skuli ekki hafa verið kynnt okkur,“ segir Áki Ármann Jónsson, líffræðingur og formaður Skotveiðifélags Íslands (Skotvís), í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að umrædd reglugerð ESB hafi verið harðlega gagnrýnd vegna skilgreiningar á votlendi.

Jónas Þór Hallgrímsson á Húsavík hefur framleitt haglaskot undir merki Hlaðs frá 1984. Hann telur að blýbannið geti orðið til þess að framleiðslan leggist af.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert