Fluttur á slysadeild eftir umferðarslys

Slysið átti sér stað undir Esju.
Slysið átti sér stað undir Esju.

Talsverður viðbúnaður var í útjaðri Mosfellsbæjar við Esjuna í kvöld vegna umferðarslyss. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði féll maður af mótorhjóli og var fluttur á sjúkrahús. Ekki fengust frekar upplýsingar um líðan mannsins. 

Samkvæmt sjónarvottum var lögregla með talsverðan viðbúnað við vettvang slyssins og var umferð stöðvuð vegna aðgerða. 

mbl.is