Lóð fyrir 140 íbúðir í „Nýja Skerjafirði“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta Hoos 1 ehf., Lágmúla 5, lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Hámarksbyggingarmagn er samtals 11.392 fermetrar. Úthlutun þessi byggist á lóðarvilyrði sem borgarráð staðfesti 11. apríl 2019. Íbúðirnar eru ætlaðar ungu fólki og „fyrstu“ kaupendum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti og bentu á í bókun að uppbygging í „Nýja Skerjafirði“ sé í algeru uppnámi. Isavia og innviðaráðherra telji að nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

„Það er því fráleitt að hægt sé að úthluta byggingarlóðum einmitt á því svæði sem deilt er um.“ Málið fer til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert