Sandur enn á stígunum

Mikið magn af sandi á göngustíg við Hamravík í Grafarvogi …
Mikið magn af sandi á göngustíg við Hamravík í Grafarvogi í gær. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Starfsmenn Reykjavíkurborgar og undirverktaka hafa verið önnum kafnir við hreinsun gatna og göngustíga síðustu daga og vikur. Enn má sjá malbikaða stíga sem eru þaktir sandi eftir hálkuvarnir vetrarins. Meðal þeirra er stígur í Grafarvogi, samanber meðfylgjandi mynd, sem tekin var við götuna Hamravík.

Þegar leitað var upplýsinga hjá borginni fengust þau svör að Víkurhverfið ætti að vera búið að taka, samkvæmt verkáætlun. Þarna hefði verktakinn greinilega ekki komist yfir allt svæðið á réttum tíma og ekki verið tekið út af eftirliti borgarinnar.

„Enn er unnið í Grafarvogi og verður unnið í því hverfi út þessa viku. Að öðru leyti er áætlað að vorhreinsun ljúki í Reykjavík í fyrstu viku júnímánaðar,“ segir í svörum til blaðsins frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert