Afkoma Landspítalans jákvæð um 2,7 milljarða

Afkoma Landspítalans var jákvæð um 2,7 milljarða á síðasta ári sem skýrist að stærstum hluta af fjárveitingum sem spítalinn fékk til að mæta eldri rekstrarhalla. Heildarveltan var 101,6 milljarðar sem er 15% hærri en árið 2020.

Á næsta ári verða fjárveitingar til Landspítala þjónustutengdar að stórum hluta. Standa væntingar til þess að fjármögnun spítalans verði með því markvissari og að framleiðni aukist. 

Þetta kemur fram í tilkynningu Landspítala en ársfundur LSH var haldinn fyrr í dag í Hörpu.

Covid kostaði spítalann 6,2 milljarða

Þar kemur fram að Covid-19 faraldurinn hefði haft mikil áhrif á fjárhag og afkomu spítalans. Heildarkostnaður vegna heimsfaraldursins nam 6,2 milljörðum króna á síðasta ári. Eftir að hafa fengið sérstaka fjárveitingu vegna útgjalda í tengslum við faraldurinn, sem nam 5,7 milljörðum króna, stendur eftir kostnaður upp á  581 milljón króna sem ekki hefur verið fjármagnaður.

Launagjöld voru langstærsti kostnaðarliður spítalans á síðasta ári, eða um 67,9% heildargjalda og hækkuðu þau um 6,5% frá 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert