Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð

Reykjanesskagi.
Reykjanesskagi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í dag. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa orðið fjórir skjálftar yfir þremur að stærð í dag. Stærstur þeirra var skjálfti 3,5 að stærð. 

Veðurstofu hafa ekki borist tilkynningar vegna skjálftanna, en staðsetning þeirra er yst á Reykjanestá. 

mbl.is