Mun sakna Þórólfs

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ætli ég hafi ekki hringt oftast í hann Þórólf af öllum á árinu 2020 og 2021,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um starfslok Þórólfs Guðnason sóttvarnalækni, en greint var frá því í gær að hann hefði sagt form­lega upp störf­um frá og með 1. sept­em­ber næst­kom­andi. Ástæður upp­sagn­ar­inn­ar væru bæði per­sónu­leg­ar og fag­leg­ar.

„Hann var með mér í sumarfríi og hann var með mér á jólum og hann var með mér um áramót þannig að hann hefur bara verið dálítið stór hluti af lífi mínu,“ og bætti við að hún eigi eftir að sakna hans.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að það sé eftirsjá af einstaklingi eins og honum Þórólfi.

„Það er auðvitað eftirsjá af jafn afkastamiklum einstaklingi sem að stóð eins og klettur í miklum brotsjó. Ég veit það að hann á miklar þakkir skilið fyrir allt hans starf, þó þetta sé ekki með öllu óvænt. Hann var búinn að láta í það skína nokkrum sinnum að það færi að líða að seinni hluta starfsferilsins,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert