Starf sóttvarnalæknis laust til umsóknar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er landsþekktur eftir að hafa staðið fremstur …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er landsþekktur eftir að hafa staðið fremstur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skömmu eftir að embætti landlæknis tilkynnti að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefði sagt upp störfum í gær auglýsti embættið starf hans laust til umsóknar. 

Hafa umsækjendur nú einn mánuð til þess að sækja um en umsóknarfrestur er til og með 13. júní næstkomandi. Þarf umsækjandinn helst að geta hafið störf 1. september en þann dag lætur Þórólfur af störfum.

„Í sóttvarnalögum segir að embætti landlæknis beri ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn ráðherra. Enn fremur að við embætti landlæknis skuli starfa sóttvarnalæknir sem ber ábyrgð á sóttvörnum,“ segir á vef embættis landlæknis.

„Sóttvarnalæknir er jafnframt sviðsstjóri sóttvarnarsviðs og situr í framkvæmdastjórn embættisins.“

Umsóknarferlið fer fram í gegnum Starfatorg.

mbl.is