Þyrluflugstjóri í leyfi vegna lögreglurannsóknar

Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar á flugi.
Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar á flugi. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni hefur verið settur í launað leyfi frá störfum vegna máls sem er til rannsóknar hjá lögreglu. 

Í svari upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar kemur fram að ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja að ekki verði röskun á viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar sökum þessara breytinga og hafa aðrir þyrluflugstjórar stofnunarinnar boðist til að fylla skarðið sem myndaðist vegna þessa. 

„Um leið og stjórnendum Landhelgisgæslunnar barst vitneskja um málið í vikunni var tekin ákvörðun um að viðkomandi flugstjóri færi í leyfi frá störfum sínum hjá Landhelgisgæslunni,“ segir í svari við fyrirspurn mbl.is, en fram kemur í frétt RÚV að maðurinn sé til rannsóknar lögreglu vegna kæru sem varðar kynferðisbrot utan vinnustaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert